Fréttir


15 kandidatar brautskráðir með Diplómanám í barnavernd

2.3.2010

Laugardaginn 27. febrúar 2010 voru brautskráðir frá Háskóla Íslands 15 kandídatar með Diplómanám í barnavernd. Námið var skipulagt í samstarfi við Barnaverndarstofu sem jafnframt veitti styrk til kennslu og rannsókna í tengslum við námsleiðina. Markhópurinn er fagfólk sem lokið hefur námi í félags- eða heilbrigðisvísindum og hefur starfsreynslu á sviði barnaverndar. Námið var skipulagt með það í huga að nemendur gætu sinnt því með starfi og var áhersla lögð á að taka tillit til þarfa nemenda sem búa utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta er í fyrsta sinn sem boðið er uppá sérstaka námsleið í barnavernd við Háskóla Íslands en árið 2001 lauk einn hópur Diplómanámi í barnavernd við Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands.

Barnaverndarstofa óskar kandidötunum 15 til hamingju með þennan áfanga.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica