Fréttir


Fjölmenningarleg verkefni styrkja stöðu barna

10.3.2010

Borgarbókasafnið hefur unnið að fjölmenningarlegum verkefnum í samvinnu við ýmsa aðila í samfélaginu á grundvelli stefnumótunar og aðgerðaráætlunar Reykjavíkurborgar í málefnum innflytjenda, Horft til framtíðar. Í skýrslu sem gefin var út í febrúar 2010 miðlar Borgarbókasafnið tveggja ára reynslu af fjölmenningarlegri starfsemi. Markmiðið er m.a. að stuðla að gagnkvæmri félagslegri aðlögun, skilningi og virðingu. Um er að ræða fjölbreytt verkefni sem eru til þess fallin að bæta stöðu barna innflytjenda og efla skólastarf í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Þá eru verkefnin til þess fallin að styrkja foreldra í hlutverki sínu. Sem dæmi um verkefni má nefna fljúgandi teppi þar sem nemendur kynna menningu sína hver fyrir öðrum, söguhring kvenna sem er vettvangur til að efla tengslanet kvenna af erlendum og íslenskum uppruna. Þá hefur verið boðið upp á heimanámsaðstoð fyrir börn, móðurmálskennslu og fjölskyldumorgna.

Hér má nálgast skýrsluna í heild.

Here are information in english

Þetta vefsvæði byggir á Eplica