Fréttir


Ársskýrsla Barnaverndarstofu 2008 og 2009

18.3.2010

Ársskýrsla Barnaverndarstofu 2008-2009 er að þessu sinni netútgáfa en skýrsluna má nálgast hér og einnig á heimasíðunni undir útgefið efni. Verið er að leggja lokahönd á ársskýrslu vegna starfsemi Barnaverndarstofu fyrir árið 2009. Munu þær upplýsingar vera felldar inn í skýrslu þessa og hún þá gefin út á prenti.

Þessi skýrsla tekur til starfsemi Barnaverndarstofu árið 2008 og starfsemi barnaverndarnefnda 2007-2008. Þó gerir sískráning tilkynninga til barnaverndarnefnda kleift að birta töluleg gögn um tilkynningar í barnaverndarmálum árið 2009.

Í formála skýrslunnar eru dregin saman helstu atriði í þróun málaflokksins hér á landi á árunum 2008 og 2009 eftir því sem fyrirliggjandi upplýsingar gefa tilefni til. Meðal annars er vikið að vísbendingum um áhrif efnahagshrunsins, þróun eftirspurnar eftir meðferð og starfssemi Barnahúss.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica