Barnahús

Barnahús sinnir málefnum barna sem grunur leikur á að hafi sætt kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. Barnaverndarþjónustur bera ábyrgð á vinnslu slíkra mála og geta óskað eftir þjónustu Barnahúss. 

 Börn og foreldrar þeirra geta með tilvísun barnaverndarþjónustur fengið alla þjónustu á einum stað sér að kostnaðarlausu. Sæti mál lögreglurannsókn fer staðsetning skýrslutöku eftir ákvörðun dómara en barnaverndarþjónustur geta óskað eftir annarri þjónustu Barnahúss. Barnaverndarþjónustur geta leitað til Barnahúss vegna gruns um annars konar ofbeldi gegn börnum.

Hér má nálgast nýtt myndband um Barnahús sem  á ensku sem Evrópuráðið (Council of Europe) birti þann 1. júní s.l.

Könnunarviðtal

Fer fram að beiðni barnaverndarþjónusta ef þörf er á þegar ekki er óskað eftir lögreglurannsókn (ss. ef meintur gerandi er ósakhæfur eða tilefni grunsemda er kynferðisleg hegðun barns). Viðstaddur er starfsmaður barnaverndarþjónustu en framkvæmdin er að öðru leyti eins og við skýrslutöku.

Sérhæfð greining

Barnaverndarþjónustur geta að loknu viðtali við barnið óskað eftir greiningu til að meta hugsanlegar afleiðingar kynferðisofbeldisins á barnið og fjölskyldu þess.

Meðferð

Hafi greining leitt í ljós þörf á frekari stuðningi geta barnaverndarþjónustur óskað eftir meðferð fyrir barnið ásamt ráðgjöf til foreldra. Sérfræðingar Barnahúss sinna greiningu og meðferð í heimabyggð barnsins sé þess óskað.

Læknisskoðun

í Barnahúsi er mjög góð aðstaða til læknisskoðunar. Kvensjúkdómalæknir, barnalæknir og hjúkrunarfræðingur sjá um skoðunina þegar þess er þörf.

Ráðgjöf og fræðsla

leiðbeiningar til þeirra sem þarfnast upplýsinga vegna gruns um kynferðisofbeldi. Fyrirlestrar og fræðsla.

Promise verkefnið

Hér má nálgast nánari upplýsingar á heimasíðu verkefnisins

BOFS og Barnahús styðja við verkefni í Lettlandi

Hér má finna upplýsingar um það verkefni á ensku .

Á vefnum 112.is má finna fræðsluefni um ofbeldi, úrræði og fleira.

Á vef stjórnarráðsins má finna fræðsluefni um ofbeldi gegn börnum

 Nánari upplýsingar
Símanúmer:  530-2500
Nefang: barnahus@barnahus.is


Þetta vefsvæði byggir á Eplica