Börn á Flótta – Málþing

Stuðningur við börn á flótta í íslensku skólakerfi

27 ágú. 2024

UNICEF á Íslandi, Rauði krossinn á Íslandi og Barna- og fjölskyldustofa (BOFS) hafa í samstarfi unnið fræðslumyndband um börn á flótta.

Fræðsluefnið um börn á flótta. Smellið hér til að nálgast fræðsluna

 Fræðslan er hugsuð fyrir kennara og starfsfólk skóla á öllum skólastigum barna og er ætluð til að stuðla að betri skilningi á lífi barna á flótta, m.a. réttindum þeirra, áhrif áfalla á líðan og hegðun, og hvernig ný lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna geta stutt við börn sem hingað koma á flótta.

Í tilefni af útgáfu þessa fræðsluefnis verður haldið málþing í Norræna húsinu, fimmtudaginn 29.ágúst kl. 14:00-15:30.

Dagskrá

Málþing sett - fundarstjóri Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF

Mín reynsla af íslensku skólakerfi - Fida Abu Libdeh, framkvæmdastjóri GeoSilica

Örugg byrjun í nýju samfélagi fyrir börn á flótta - Dagbjört Ásbjörnsdóttir og Saga Stephensen, verkefnastjórar fjölmenningar á skóla-og frístundasviđi Reykjavíkurborgar

Pallborðsumræður: Fida Abu Libdeh, framkvæmdastjóri GeoSilica; Jóna Dís Bragadóttir, skólastjóri Tækniskólans; Páll Ólafsson, framkvæmdarstjóri farsældarsviðs BOFS, Dagbjört Ásbjörnsdóttir og Saga Stephensen, verkefnastjórar fjölmenningar á skóla-og frístundasviđi Reykjavíkurborgar; og Alda Áskelsdóttir, sérfræðingur hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu.

Hér er má nálgast hlekk á streymið 



Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-17

05. sep. 2024 : Við erum að flytja vefinn okkar

Við erum smám saman að flytja vefinn okkar yfir á island.is og þar er að finna það helsta sem er á döfinni hjá okkur og allar nýjustu upplýsingar.  Fara á nýjan vef.

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica