Tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgaði um 14 % á fyrstu þremur mánuðum 2014 miðað við fyrstu þrjá mánuði 2013

Umsóknum um meðferðarheimili og MST meðferð fjölgar einnig.

4 jún. 2014

Í þessari samantekt er að finna samanburð á fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu nefndanna fyrir fyrstu þrjá mánuði áranna 2013 og 2014. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í ársskýrslu Barnaverndarstofu. Einnig er hér að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu fyrir fyrstu þrjá mánuði áranna 2013 og 2014

Tilkynningar til barnaverndarnefnda

Tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgaði um rúmlega 14% fyrstu þrjá mánuði ársins  2014 samanborið við fyrstu þrjá mánuði ársins 2013. Fjöldi tilkynninga var 2.460 fyrstu þrjá mánuði ársins 2014, en 2.154 fyrir sama tímabil árið á undan.

Fleiri tilkynningar bárust um drengi, en stúlkur, en hlutfall tilkynninga vegna drengja var 55% fyrst þrjá mánuði ársins 2014. Tilkynningum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um tæplega 15% en fjölgunin var rúmlega 13% á landsbyggðinni. Þess ber að geta að tilkynning til barnaverndarnefndar verður að barnaverndarmáli ef tekin er ákvörðun um könnun máls í kjölfar tilkynningarinnar.

Flestar tilkynningar voru vegna vanrækslu eða 41,1% tilkynninga fyrstu þrjá mánuði ársins 2014 og 36,1% tilkynninga fyrstu þrjá mánuði ársins 2013.

Hlutfall tilkynninga um ofbeldi fyrstu þrjá mánuði ársins 2014 var 24,1%, en 27,8% fyrir sama tímabil árið á undan. Hlutfall tilkynninga þar sem að heilsu eða lífi ófædds barns var stefnt í var 0,6% fyrstu þrjá mánuði ársins bæði árin.

Hlutfall tilkynninga þar sem tilkynnt var um vanrækslu og fram kom að foreldrar voru í áfengis-og/eða fíkniefnaneyslu hækkaði úr 7,9% fyrstu þrjá mánuði ársins 2013, í 10,1% fyrir sama tímabil 2014. Í tilkynningum um ofbeldi var hlutfall tilkynninga þar sem um heimilisofbeldi var að ræða 4,9% fyrstu þrjá mánuði ársins 2014, en 5,7% fyrir sama tímabil árið á undan.

Umsóknir til Barnaverndarstofu

Umsóknum um meðferðarheimili fjölgaði fyrstu þrjá mánuði ársin 2014 miðað við sama tímabil árið á undan. Umsóknir voru 24 fyrstu þrjá mánuði ársins 2014 en 17 fyrir sama tímabil árið á undan. Alls bárust 32 umsókn um MST fyrstu þrjá mánuði ársins 2014, en umsóknir voru 18 fyrir sama tímabil árið á undan.

Umsóknum um ábendingu um hæfa fósturforeldra fyrir börn fjölgaði úr 24 í 37 á umræddu tímabili.

 Í Barnahúsi voru rannsóknarviðtöl samtals 46 fyrstu þrjá mánuði ársins 2014 en 75 fyrir sama tímabil árið á undan.  Skýrslutökum fækkaði úr 37 í 14 á umræddu tímabili, en könnunarviðtölum fækkaði úr 38 í 32. Stúlkur voru í meirihluta þeirra barna sem komu í rannsóknarviðtöl, 67,4% fyrstu þrjá mánuði ársins 2014 og 70,7% fyrstu þrjá mánuði ársins 2013.

Hér má sjá nánari sundurliðun á þessum samanburði.


Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-17

05. sep. 2024 : Við erum að flytja vefinn okkar

Við erum smám saman að flytja vefinn okkar yfir á island.is og þar er að finna það helsta sem er á döfinni hjá okkur og allar nýjustu upplýsingar.  Fara á nýjan vef.

27. ágú. 2024 : Börn á Flótta – Málþing

UNICEF á Íslandi, Rauði krossinn á Íslandi og Barna- og fjölskyldustofa (BOFS) hafa í samstarfi unnið fræðslumyndband um börn á flótta.

Fræðsluefnið um börn á flótta. Smellið hér til að nálgast fræðsluna

Lesa meira

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica