Ný og endurbætt lokuð deild Stuðla formlega opnuð 12. desember.

Á lokaðri deild verða nú rými fyrir 6 börn í stað þeirra 5 sem áður var. Einnig verður deildin kynjaskipt ásamt sérstöku neyðarrými . 

11 des. 2014

Stuðlar opna endurbætta aðstöðu á lokaðri deild

Næstkomandi föstudag 12. desember verða endurbætt húsakynni Stuðla, Fossaleyni 17, 112 Reykjavík, formlega tekin í notkun. Búið er að fjölga herbergjum deildarinnar um eitt þannig að nú eru rými fyrir 6 börn í stað þeirra 5 plássa sem áður var. Einnig hefur deildinni verið kynjaskipt þannig að nú er í fyrsta skiptið hægt að vista drengi og stúlkur aðskildum rýmum. Auk þessa hefur verið útbúið sérstakt neyðarrými sem ætlað er í móttöku barna í slæmu ásigkomulagi þannig að þau þurfi ekki að vera innan um önnur börn á meðan þau eru að jafna sig. Með breytingunum er nú möguleiki á meiri sveigjanleika í starfseminni en áður og hægt verður að sníða aðstæður betur að þörfum þeirra barna sem þar dvelja miðað við það sem áður var. Auk breytinganna á lokaðri deild Stuðla var farið í endurbætur á meðferðardeildinni.


Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-17

05. sep. 2024 : Við erum að flytja vefinn okkar

Við erum smám saman að flytja vefinn okkar yfir á island.is og þar er að finna það helsta sem er á döfinni hjá okkur og allar nýjustu upplýsingar.  Fara á nýjan vef.

27. ágú. 2024 : Börn á Flótta – Málþing

UNICEF á Íslandi, Rauði krossinn á Íslandi og Barna- og fjölskyldustofa (BOFS) hafa í samstarfi unnið fræðslumyndband um börn á flótta.

Fræðsluefnið um börn á flótta. Smellið hér til að nálgast fræðsluna

Lesa meira

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica